Ezzi fór í bað með pysju og fékk bréf frá Mast

Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi á TikTok, fékk óvænt bréf frá Mast á dögunum vegna myndskeiða sem hann birti á miðlinum í haust. 

Ezzi vakti fyrst athygli þegar hann tók þátt í íslenska Idolinu á síðasta ári og byrjaði í kjölfarið með TikTok-reikning. Í dag er hann með yfir 8 þúsund fylgjendur á miðlinum þar sem hann deilir hinum ýmsu skemmtilegu myndskeiðum.

Í september birti Ezzi fyrsta myndskeiðið af sér með pysju sem hann kallaði Ezza litla. Hann segist hafa bjargað pysjunni eftir að hafa séð hana haltrandi úti, en félagarnir lentu í allskyns ævintýrum áður en Ezzi sleppti pysjunni. 

Hitti Steinda og Boga Ágústsson

Ezzi litli vakti mikla lukku á TikTok og fékk til dæmis að hitta Steinda og Boga Ágústsson. Á dögunum fékk Ezzi hins vegar bréf frá Mast vegna pysjunnar. 

„Mast var að senda mér póst. Þetta er mjög skrýtið útaf því að ég var svo góður við lundann. Við fórum í bað saman, ísbíltúr, ég gaf honum að borða, róla og chilla, og svo sleppti ég honum. Mast hefur augljóslega rangt fyrir sér,“ sagði Ezzi í myndbandinu sem sýndi nokkrar klippur frá gæðastundum sem þeir Ezzi og Ezzi litli áttu saman.

Í lok myndbandsins tekur Ezzi upp kveikjara og kveikir í bréfinu, en hann tekur þó fram að hann virði Mast fyrir að hugsa vel um dýrin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup