Daði Freyr vill komast í Survivor

Væruð þið til í að sjá Daða spreyta sig í …
Væruð þið til í að sjá Daða spreyta sig í bandarísku raunveruleikaþáttunum Survivor? Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson vill ólmur komast í bandaríska raunveruleikaþáttinn Survivor sem fyrst fór í loftið í maí árið 2000 á CBS.

Í þáttunum er hópur keppenda settur á einangraðan stað þar sem þeir verða að útvega sér mat, eld og skjól. Keppendur keppa svo í áskorunum þar sem líkamleg geta þeirra eru könnuð, til dæmis með sundi og hlaupi, en einnig andleg geta þeirra með ýmsum þrautum.

„Vil líka eina milljón dollara“

Daði birti tíst á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, þar sem hann spyr CBS hvernig hann geti sótt um að taka þátt í sjónvarpsþáttunum. 

„Hey, Survivor CBS, get ég sótt um að vera með í þættinum ef ég er með vegabréfsáritun (visa) eða þarf ég að vera bandarískur?“ spyr Daði í tístinu.

Einn notandi spyr Daða hvers vegna hann vilji taka þátt í þáttunum og hann svarar: „Vegna þess að þetta eru bestu þættir allra tíma og ég vil líka eina milljón dollara“ en í lok hverrar þáttaraðar stendur einn keppandi eftir sem sigurvegari og hlýtur verðlaunafé upp á eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur 141,5 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir