Neitar orðrómi um framhjáhald

Genevieve Casanova neitar að hafa átt í ástarævintýri með krónprinsi …
Genevieve Casanova neitar að hafa átt í ástarævintýri með krónprinsi Danmerkur. Samsett mynd

Spænska slúðurblaðið Hola! hefur haldið því fram að ástin hafi blómstrað á milli Genevieve Casanova og Friðriks krónprins Danmerkur en myndir náðust af þeim saman í Madríd á dögunum.

Casanova, sem er fyrrverandi tengdadóttir milljarðamæringsins hertogynjunnar af Alba,  hefur í kjölfarið sent frá sér tilkynningu þar sem hún neitar orðróminum staðfastlega og segir hann rætinn og byggðan á útúrsnúningi. Hún ætlar að leita réttar síns og hefur sett lögfræðinga sína í málið.

Prinsinn og Casanova voru saman í Madrid og fóru saman á sýningu á verkum Pablo Picasso. Eftir það fóru þau saman út að borða og röltu um götur borgarinnar.

Sagt er að prinsinn hafi átt að fara á sýninguna með sameiginlegum vini þeirra sem þurfti að afboða sig á síðustu stundu. Casanova kom því í hans stað. Þau hafi verið saman á fjölförnum stöðum og borðað í viðurvist annarra gesta.

Friðrik og Mary, sem hafa verið gift í 19 ár, eru nú í opinberri heimsókn á Spáni. 

Hjónin láta fréttir um framhjáhald lítið á sig fá.
Hjónin láta fréttir um framhjáhald lítið á sig fá. AFP
Felipe Spánarkóngur og Letizia Spánardrottning eru nú í opinberri heimsókn …
Felipe Spánarkóngur og Letizia Spánardrottning eru nú í opinberri heimsókn í Danmörku. AFP
Mary krónprinsessa og Letizia drottning.
Mary krónprinsessa og Letizia drottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir