Leikkonan Sofía Vergara er sögð komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Justin Saliman og er bæklunarskurðlæknir.
Parið, sem hefur víst verið að hittast í nokkrar vikur, var myndað saman á mánudag þegar það yfirgaf veitingastaðinn Pace í Los Angeles. Vergara, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttaröðinni Modern Family, hélt þéttingsfast utan um handlegg Saliman.
Vergara var gift leikaranum Joe Manganiello en hann sótti um skilnað frá leikkonunni í júlí. Ástæða skilnaðarins var sögð óásættanlegur ágreiningur, en Manganiello vildi eignast barn en Vergara ekki.