Áfangasigur fyrir Harry prins

Harry prins vill breyta fjölmiðlaumhverfinu í Bretlandi.
Harry prins vill breyta fjölmiðlaumhverfinu í Bretlandi. AFP

Harry prins hefur unnið áfangasigur fyrir breskum dómstólum en hann stendur í umfangsmiklum málaferlum við bresk dagblöð.

Prins­inn hef­ur lög­sótt út­gef­anda The Sun og The News of the World á grund­velli ólög­mætr­ar upp­lýs­inga­öfl­un­ar. 

Útgefendurnir reyndu að fá málinu vísað frá á grundvelli þess að of langur tími væri liðinn en því hefur nú verið hafnað. Aukast því líkurnar á að formleg réttarhöld fari fram.

Þetta er sagður mikilvægur sigur fyrir Harry prins sem vill draga fjölmiðla til ábyrgðar en hann telur að þáttur þeirra í dauða móður sinnar hafi verið mikill. Hann hefur heitið því að ná fram breytingum á breska fjölmiðlaheiminum.

Breskir fjölmiðlar þykja almennt mjög óvægnir og sagt er að þeir hafi í gegnum tíðina notast við ýmsar vafasamar leiðir til þess að njósna um þjóðþekkta einstaklinga og brotið þannig á friðhelgi einkalífs þeirra. Það hafi meðal annars tíðkast að villa á sér heimildir til þess að ná viðkvæmum heilsufarslegum upplýsingum til þess að nota í fréttir.

Margir taka þessari ákvörðun dómstóla fagnandi.

„Þessi úrskurður dómara er töluvert áfall fyrir Daily Mail og frábærar fréttir fyrir hvern þann sem vill varpa ljósi á sannleikann hvað varðar óheiðarlega fréttamennsku,“ segir leikarinn Hugh Grant en hann er í forsvari fyrir þrýstihópinn Hacked Off sem berst fyrir heilbrigðara fjölmiðlaumhverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup