Palli og Valli opna pítsastað

Páll Óskar og Valgeir.
Páll Óskar og Valgeir. Samsett mynd

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri búinn að opna glænýjan pítsastað, Pizza 107, ásamt Valgeiri Gunnlaugssyni, fyrrverandi eiganda Íslensku flatbökunnar.

Pizza 107 er staðsettur á horninu á Hagamel 67 þar sem bókabúðin Úlfarsfell var áður til húsa. Páll Óskar er fæddur og uppalinn í hverfi 107 og þekkir því svæðið eins og lófana á sér.

„Mér er ekki sama hvað verður um þetta horn og höfum við lagt mikla vinnu í að gera þetta „nice og cozy“. Við erum í 107 Reykjavík og í loftinu eru 107 ljósaperur og kúnnarnir geta dúllað sér við að telja ljósaperurnar á meðan þeir bíða eftir pizzunum,“ sagði söngvarinn í myndskeiði sem hann birti á Instagram í gær. 

Heillaóskum hefur rignt yfir þá félaga eftir tilkynninguna og því greinilegt að það ríki spenna og eftirvænting fyrir pítsunum.

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

View this post on Instagram

A post shared by Pizza 107 (@pizza107hagamel)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir