Bað fyrrverandi eiginkonu sinnar

Criss Angel ásamt unnustu sinni, Shaunyl Benson.
Criss Angel ásamt unnustu sinni, Shaunyl Benson. Skjáskot/Instagram

Sjónhverfingamaðurinn Criss Angel bað um hönd fyrrverandi eiginkonu sinnar og kærustu, Shaunyl Benson, yfir helgina.

Parið, sem hefur verið í sundur og saman nánast frá því þau tóku saman árið 2012, gengu í hjónaband árið 2015 aðeins til að skilja tæpu ári síðar. Nú ætlar parið hins vegar að láta pússa sig saman enn á ný.

Benson, sem er áströlsk söngkona, deildi myndskeiði af bónorðinu á Instagram-reikningi hennar, en það sýnir Angel biðja hennar yfir rómantískum kvöldverði. Ábreiða af lagi Shaniu Twain, You’re Still the One, spilaði undir.

„Eilífðar loforð frá fyrrverandi eiginmanni mínum, núverandi kærasta og verðandi eiginmanni. Skál fyrir okkar villta ferðalagi síðustu 11 árin og öllum þeim hraðahindrunum og krókaleiðum sem líf okkar hefur boðið upp á,” skrifaði Benson við færsluna.

Angel og Benson eiga þrjú börn, Johnny, Xristos Yanni og Illusiu.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir