Það voru kátir nemendur í Hagaskóla sem fögnuðu þegar lokakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, var haldið í Borgarleikhúsinu.
Siguratriðið hét „Líttu upp, taktu eftir“ og fjallaði um símafíkn.
Háteigsskóli hafnaði í öðru sæti og Seljaskóli í því þriðja, en Langholtsskóli hlaut Skrekkstunguverðlaunin fyrir skapandi notkun á íslensku í atriði sínu.