Lið Hagaskóla stóð uppi sem sigurvegari þegar keppt var til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, í gærkvöldi. Atriði nemendanna úr Hagaskóla nefnist „Líttu upp, taktu eftir“.
Háteigsskóli hafnaði í öðru sæti og Seljaskóli í því þriðja, en Langholtsskóli hlaut Skrekkstunguverðlaunin fyrir skapandi notkun á íslensku í atriði sínu.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var allt á útopnu á Stóra sviði Borgarleikhússins, bæði þegar grunnskólanemendur léku listir sínar og þegar Prettyboitjokko mætti á svæðið og flutti öll sín bestu og vinsælustu lög.