Monica minnist Chandler

Cox lék sjónvarps-eiginkonu Perry í gamanþáttunum Friends.
Cox lék sjónvarps-eiginkonu Perry í gamanþáttunum Friends.

Leikkonan Courteney Cox, sem fór með hlutverk Monicu í gamanþáttunum Friends, deildi í dag hjartnæmri kveðju til mótleikara síns Matthew Perry. 

Perry, sem fór með hlutverk Chandler, eiginmanns Monicu, fannst látinn á heimili sínu í október. Í færslu á Instagram-reikningi sínum kvaðst Cox þakklát fyrir hverja einustu stund með Perry.

Áttu aðeins að eiga einnar nætur gaman 

„Ég er svo þakklát fyrir hverja stund sem ég átti með þér Matty og ég sakna þín á hverjum degi.

Þegar maður vinnur jafn náið með einhverjum eins og ég gerði með Matthew, eru þúsund augnablik sem ég myndi vilja deila. Hér er eitt af mínum uppáhalds í bili.

Til að gefa smá baksögu þá áttu Chandler og Monica aðeins að eiga einnar nætur gaman í London. En vegna viðbragða áhorfenda varð þetta upphafið af ástarsögu þeirra. Í þessu atriði, áður en við byrjuðum að taka upp hvíslaði hann að mér fyndinni línu fyrir mig til að segja. Hann gerði oft svoleiðis hluti. Hann var fyndinn og hann var góður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney