Rachel minnist Chandler

Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár.
Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár. mbl.is/Reisig & Taylor/Getty

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on, sem fór með hlut­verk Rachel Green í gam­anþátt­un­um Friends, kvaddi mót­leik­ara sinn og góðvin, Matt­hew Perry, í hjart­næmri færslu á In­sta­gram í dag.  

Perry, sem fór með hlut­verk Chandler Bing, fannst lát­inn á heim­ili sínu í lok októ­ber og var leik­ar­inn jarðsung­inn í Los Ang­eles 3. nóv­em­ber síðastliðinn. Í færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um minnt­ist Anist­on vin­ar síns sem elskaði fátt meira en að fá fólk til að hlæja og deildi fal­leg­um smá­skila­boðum frá leik­ar­an­um. 

„Þetta rist­ir djúpt ... Við elskuðum hann öll. Við vor­um alltaf sex. Þetta var val­in fjöl­skylda sem breytti lífs­stefnu okk­ar allra og það að ei­lífu. Und­an­farn­ar tvær vik­ur hef ég farið í gegn­um smá­skila­boðin okk­ar, hlegið, grátið og hlegið aft­ur. Ég mun halda þeim að ei­lífu. Ég fann einn texta sem hann sendi á mig einn dag­inn, upp úr þurru. Sá seg­ir allt sem segja þarf. 

Matty, ég elska þig svo heitt og tala við þig á hverj­um degi. Stund­um heyri ég þig segja: „Could you BE any crazier?“

Anist­on er sú þriðja úr leik­ara­hópn­um til að minn­ast Perry á sam­fé­lags­miðlum, en Matt LeBlanc og Court­ney Cox minnt­ust bæði vin­ar síns í gær­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér gengur flest í haginn þessa dagana og átt það skilið, því þú hefur lagt hart að þér til að koma hlutunum í höfn. Boltinn er í þínum höndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér gengur flest í haginn þessa dagana og átt það skilið, því þú hefur lagt hart að þér til að koma hlutunum í höfn. Boltinn er í þínum höndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver