Rachel minnist Chandler

Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár.
Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár. mbl.is/Reisig & Taylor/Getty

Leikkonan Jennifer Aniston, sem fór með hlutverk Rachel Green í gamanþáttunum Friends, kvaddi mótleikara sinn og góðvin, Matthew Perry, í hjartnæmri færslu á Instagram í dag.  

Perry, sem fór með hlutverk Chandler Bing, fannst látinn á heimili sínu í lok október og var leikarinn jarðsunginn í Los Angeles 3. nóvember síðastliðinn. Í færslu á Instagram-reikningi sínum minntist Aniston vinar síns sem elskaði fátt meira en að fá fólk til að hlæja og deildi fallegum smáskilaboðum frá leikaranum. 

„Þetta ristir djúpt ... Við elskuðum hann öll. Við vorum alltaf sex. Þetta var valin fjölskylda sem breytti lífsstefnu okkar allra og það að eilífu. Undanfarnar tvær vikur hef ég farið í gegnum smáskilaboðin okkar, hlegið, grátið og hlegið aftur. Ég mun halda þeim að eilífu. Ég fann einn texta sem hann sendi á mig einn daginn, upp úr þurru. Sá segir allt sem segja þarf. 

Matty, ég elska þig svo heitt og tala við þig á hverjum degi. Stundum heyri ég þig segja: „Could you BE any crazier?“

Aniston er sú þriðja úr leikarahópnum til að minnast Perry á samfélagsmiðlum, en Matt LeBlanc og Courtney Cox minntust bæði vinar síns í gærdag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar