Snoop Dogg gefur reykingar upp á bátinn

Snoop Dogg hefur margoft sagt og sungið um að hann …
Snoop Dogg hefur margoft sagt og sungið um að hann reyki gras á hverjum degi. Nú gefur hann reykingarnar upp á bátinn. Skjáskot/FaZe

Calvin Broadus, betur þekktur sem rapp­ar­inn Snoop Dogg, segist vera hættur að reykja.

Broadus tilkynnti þetta í Instagram-færslu fyrr í dag og sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í kjölfar mikillar umhugsunar og fjölda samtala við fjölskyldumeðlimi.

Rapparinn hefur í áratugi verið þekktur fyrir miklar kannabisreykingar, enda hefur hann fjallað um reykingar í allmörgum lögum sínum. Þar má nefna lagið Young, Wild & Free, úr kvikmyndinni How High sem fjallar einmitt að miklu leyti um kannabisreykingar.

Einnig má nefna lagið Gin and JuiceSmokin' Smokin Weed og ekki síst slagarann The Next Episode með rapparanum Dr. Dre, þar rapparin segir hina hin frægu línu: „Smoke weed every day“ eða „Reyktu gras alla daga“.

Á sitt eigið kannabisvörumerki

Snoop Dogg á jafnvel sitt eigið kannabisvörumerki er nefnist Leafs by Snoops. Þetta kemur því mörgum í opna skjöldu og margir hafa flykkst í athugasemdakerfið og lýst vantrú sinni á þessum fregnum.

„Það er ekki fyrsti apríl,“ skrifar einn undir færlsu hundsins svokallaða.

Aðrir hafa óskað honum góðs gengis við að hætta og sumir tjáð þakklæti sitt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reykja með rapparanum á meðan hann var enn þá að.

View this post on Instagram

A post shared by snoopdogg (@snoopdogg)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar