Eva fagnar tíu árum edrú

Eva Mattadóttir er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Normið ásamt Sylvíu Breim Friðjónsdóttur.
Eva Mattadóttir er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Normið ásamt Sylvíu Breim Friðjónsdóttur.

Eva Mattadóttir, markþjálfi, barnabókahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, er búin að vera án áfengis í tíu ár. Hún skrifaði einlæga færslu um áfangann á Instagram.

„Í dag hef ég verið edrú í 10 ár. Sennilega það nettasta sem ég hef afrekað. Edrúmennska er daglegt djobb for life, vissulega. En alltaf þess virði. Það er ekkert gaman að vera í slag við sjálfan sig og tilveruna, friðurinn er einhvernvegin svo miklu meira djúsí dæmi. Ég sé það núna.

Töst fyrir 10 árum, en eiginlega bara deginum í dag. Því ég tek víst bara einn dag í einu. Annað er yfirþyrmandi fyrir alkahausinn, og flest okkar líka held ég sveimérþá.

Ég veit að mörg eru með sína eigin skoðun á alkóhólisma og fíknisjúkdómum, en ég vildi óska þess að fleiri vissu raunverulega um hvað málið snýst. Ég gaf mér það í 10 ára afmælisgjöf opna vel á þessa umræðu í Norminu okkar allra – og ég hlakka til að setja þann þátt í loftið 1. des,“ skrifaði Eva í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar