Adele er gift kona. Breska söngkonan staðfesti þrálátan orðróm þess efnis að hún væri gift á dögunum. Atvikið átti sér stað á uppistandi góðvinar hennar Alan Carr í Los Angeles.
Carr spurði áhorfendur í sal hvort að einhver hefði gift sig nýverið og Adele hrópaði hátt: „Já, ég!“ við mikinn fögnuð nærstaddra. Er þetta í annað sinn sem Adele gengur í hjónaband og það með leynd.
Adele og umboðsmaðurinn Rich Paul opinberuðu samband sitt í júlí 2021, en söngkonan hefur sést með demantshring á vinstri baugfingri í rúmt ár. Hún var áður gift Simon Konecki og á með honum eitt barn.