Heillaður af nýju kærustunni

Heitasta parið í Hollywood!
Heitasta parið í Hollywood! Samsett mynd

Nafn kanadísku leikkonunnar Taylor Russell hefur verið á allra vörum síðastliðnar vikur og mánuði, en sú er sögð hafa stolið hjarta tónlistarmannsins Harry Styles. Sögusagnir um samband þeirra fóru á flug í ágúst en Styles og Russell hafa verið dugleg að sækja lista- og leiksýningar víðsvegar um Lundúnir. Nánir vinir Styles segja hann yfir sig hrifinn af Russell og sjá framtíð með leikkonunni.

Áhuginn á ungu leikkonunni er mikill um þessar mundir og vakti hún því mikla athygli þegar hún mætti á 67. Evening Standard Theater-verðlaunahátíðina á sunnudagskvöldið. Hátíðin var haldin á hinu glæsilega Claridge-hóteli í Lundúnum. Leikkonan var elegant í svartri dragt.

Mikið hefur verið fjallað um ástarlíf Styles undanfarin ár, en söngvarinn hefur átt í ástarsamböndum við Hollywood-gyðjur á borð við Oliviu Wilde, Emily Ratajkowski, Kendall Jenner, Cöru Delevingne, Taylor Swift og fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar