Herra Hnetusmjör fagnar sjö árum edrú

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur verið edrú í sjö ár í …
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur verið edrú í sjö ár í dag. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar því í dag að hafa verið edrú í sjö ár. 

Í tilefni dagsins birti Herra Hnetusmjör færslu á Instagram. „Í dag er ég búinn að vera edrú í 7 ár. Lífið er bull,“ skrifaði hann við mynd af sér skælbrosandi.

Herra Hnetusmjör hefur slegið í gegn í íslenskri tónlistarsenu síðustu ár. Hann hefur einnig komið fram í sjónvarpi sem dómari í íslenska Idolinu og núna nýverið í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um strákabandið IceGuys sem Herra Hnetusmjör er meðlimur í.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar