Rúrik gefur góð ráð í óvæntu TikTok-myndbandi

Rúrik Gíslason gaf áhorfendum góð ráð.
Rúrik Gíslason gaf áhorfendum góð ráð. Skjáskot/TikTok

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var stoppaður á götum New York-borgar af ókunnugum manni sem bað hann að gefa áhorfendum ráð til að efla sjálfstraust.

Maðurinn hefur vakið athygli á TikTok undir notendanafninu Confidence Heist, en í byrjun myndbandsins segir hann við Rúrik: „Ég er í því verkefni að veita heiminum innblástur með sjálfstrausti. Hvað gefur þér sjálfstraust?“

„Að vera heilbrigður,“ svara Rúrik og útskýrir að hann hafi verið atvinnumaður í knattspyrnu í Evrópu.

Spurður út í það hvaða ráð hann hefði viljað gefa sjálfum sér þegar hann var ungur svarar Rúrik: „Ég held að það sé mikilvægt að þjálfa heilann í að trúa á sjálfan sig allan daginn og á hverjum degi, þú veist, halda áfram að segja sjálfum þér að þú sért nógu góður. Það er svo margt fólk þarna úti sem reynir að draga þig niður, svo vertu bara trúr sjálfum þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir