Axl Rose sakaður um kynferðisofbeldi

Axl Rose á tónleikum í Laugardalnum árið 2018.
Axl Rose á tónleikum í Laugardalnum árið 2018. mbl.is/Valli

Axl Rose, söngvari rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi sem hann er sagður hafa beitt fyrir rúmlega 30 árum.

Tímaritið Rolling Stone greinir frá en miðillinn kveðst hafa ákæruskjöl undir höndum sér. Þar er greint frá því að Sheila Kennedy, sem var fyrirsæta á tímanum, saki Rose um að hafa frelsissvipt hana og nauðgað henni.

Ofbeldið á að hafa átt sér stað í hótelherbergi rokkarans í New York árið 1989, þegar hún var um 26 ára. Kennedy segist hafa hitt söngvarann á skemmtistað það kvöld. Hún segir að vinkona sín, sem var einnig fyrirsæta, hafi boðið sér á skemmtistaðinn til þess að hitta hljómsveitina.

Síðan hafi Rose boðið vinkonunum upp á hótelherbergi til sín, ásamt Riki Rachtman, sem var þáttastjórnandi á tónlistarstöðinni MTV. Þar hafi gestgjafinn boðið þeim upp á eiturlyf og áfengi.

Rokkarinn Axl Rose.
Rokkarinn Axl Rose. AFP

„Þú ert helvítis hóra“

Seinna um kvöldið, að því er fram kemur í ákærunni, byrjaði Rose að stunda mök við vinkonu Kennedys, á meðan Kennedy og Rachtman voru enn inni í herberginu. Kennedy segir að það hafi látið sér líða óþægilega.

„Rose var ákafur á þann hátt að þetta leit út fyrir að vera sársaukafullt fyrir fyrirsætuna,“ segir í ákærunni. Enn fremur heldur Kennedy því fram að Rose hafi „hvatt til hópkynlífs“ en að hún hafi neitað og farið inn í annað herbergi með Rachtman.

Hún kveðst þá hafa heyrt í gleri brotna inni á hótelherberginu, þegar hún og Rachtman voru gengin út. „Hún heyrði líka í Rose öskra á fyrirsætuna, þar sem hann á að hafa sagt: „Þú er helvítis hóra. Drullaðu þér út.“,“ segir í ákærunni.

Sagður hafa bundið hendur hennar fastar

Rose á þá að hafa gengið inn í herbergi til Kennedy og Rachtman, ýtt Kennedy á gólfið, togað í hárið á henni og dregið hana inn í herbergið sitt.

Þegar hann hafði dregið Kennedy inn í herbergið, samkvæmt ákærunni, á Rose að hafa kastað henni á rúmið, bundið hendur hennar fastar fyrir aftan bak og stundað endaþarmsmök við hana í hennar óþökk, án þess að nota smokk.

Guns N' Roses héldu stórtónleika á Laugardalsvelli sumarið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar