Fagnar 17 ára afmæli sjálfunnar

Britney Spears og Paris Hilton voru alveg málið hér um …
Britney Spears og Paris Hilton voru alveg málið hér um árið. Samsett mynd

Hótelerfinginn Paris Hilton fagnar því um þessar mundir að rétt um 17 ár eru liðin frá því að hún og poppprinsessan Britney Spears sköpuðu sjálft sjálfu-æðið, sem hefur í dag tekið yfir samfélagsmiðla. Árið 2006 tók Hilton myndir sem áttu eftir að breyta öllu að hennar mati og rifjaði hún upp stóru stundina á Instagram-reikningi sínum á dögunum.

Hilton birti þrjár myndir af sér ásamt Spears, sem voru báðar á hápunkti frægðar sinnar þegar þær voru teknar. Hilton var í aðalhlutverki í raunveruleikaþáttunum The Simple Life, en þeir voru sýndir á árunum 2003 til 2007, og Spears var eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum. 

Fylgjendur Hilton voru margir hverjir ekki alveg sammála þessari staðhæfingu stjörnunnar og sögðu hana ekki fara með rétt mál, sem er sögulega rétt. Hilton á ekki heiðurinn af sjálfunni eða sjálfsmyndinni, en hún kynti mögulega undir sjálfu-æðið sem hefur aðeins aukist undanfarin ár með tilkomu snjallsíma.

Fyrstu sjálfsmyndina tók ungur maður að nafni Cornelius á herrans árinu 1839. Hann var þrítugur að aldri þegar hann smellti mynd af sér í bakgarði í Philadelphiu að vetri til.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar