Sarandon sagt upp vegna ummæla um átökin á Gasa

Susan Sarandon er þekktur aðgerðarsinni.
Susan Sarandon er þekktur aðgerðarsinni. AFP

Forráðamenn Hollywood-umboðsskrifstofunnar UTA hafa rift samningi við Óskarsverðlaunaleikkonuna Susan Sarandon í kjölfar þess að hún tjáði sig um átökin á Gasa á mótmælum í síðustu viku. Leikkonan er sögð hafa hneykslað og móðgað með tali sínu, en Sarandon, þekktur aðgerðarsinni, hefur opinberlega gagnrýnt aðgerðir Ísraela. 

Hundruð manna mótmæltu í New York-borg í síðustu viku og hlýddu á Sarandon. „Það er fullt af fólki í heiminum sem óttast það að vera gyðingur á þessum tímum, en það er að fá smjörþefinn af því hvernig það er að vera múslimi í þessu landi,“ sagði leikkonan, sem reitti marga til reiði með þessum ummælum sínum. 

Talsmaður UTA sagði í samtali við Page Six að Sarandon væri ekki lengur á þeirra snærum, en leikkonan sem er þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Thelma & Louise, The Witches of Eastwick og Dead Man Walking, hafði starfað með umboðsskrifstofunni frá árinu 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar