Calvin Broadus, betur þekktur sem rapparinn Snoop Dogg, hneykslaði heimsbyggðina á dögunum þegar hann sagðist vera hættur að reykja. Rapparinn hefur í áratugi verið þekktur fyrir miklar kannabisreykingar og má segja að marijúana sé hans aðalsmerki enda hefur hann fjallað um reykingar í allmörgum lögum sínum og á sitt eigið kannabisvörumerki, Leafs by Snoops.
Nú hefur hið sanna komið í ljós, staðhæfing Snoop Dogg var auglýsingabrella. Rapparinn er kominn í samstarf við fyrirtækið Solo Stove, sem sérhæfir sig í útiörnum án reyks.
„Ég elska góðan eld en reykurinn var einfaldlega of mikill. Solo Stove reddaði málinu og breyttu leiknum. Núna er ég spenntur að dreifa ástinni með vinum og vandamönnum við hlýjan varðeld,” stóð í tilkynningu frá rapparanum.