Hall fær nálgunarbann á Oates

Eitt vinsælasta lag Hall & Oates er Maneater frá árinu …
Eitt vinsælasta lag Hall & Oates er Maneater frá árinu 1982. Það fór beint í toppsæti Billboard-listans. Samsett mynd

Ósætti er komið upp milli tónlistarmannanna Daryl Hall og John Oates, sem mynduðu tvíeykið Hall & Oates, í 53 ár. Félagarnir eru flæktir í hatrammar réttardeilur um þessar mundir en Hall fékk samþykkt nálgunarbann á hljómsveitarfélaga sinn í síðustu viku.

Hall & Oates skutust upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við You Make My Dreams, Maneater, I Can’t Go for That og Private Eyes. Hljómsveitin hefur verið með þeim vinsælustu síðan á áttunda áratug tuttugustu aldar.

Hall, 77 ára, lagði fram kröfu um tímabundið nálgunarbann gegn hljómsveitarfélaga sínum þann 16. nóvember síðastliðinn. Dómstóll samþykkti kröfuna daginn eftir. Ekki er vitað hvað kom upp á milli félaganna, en Hall gerði víst lítið úr Oates í hlaðvarpsþætti Bill Maher í september á síðasta ári þegar hann sagði þá viðskiptafélaga en alls ekki á sama stað sköpunarlega séð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar