Baldur fasteignasali deilir snilldar fasteignaráði

Fasteignasalinn Baldur Jezorski birti á dögunum TikTok-myndband þar sem hann deildi snilldar fasteignaráði með fylgjendum sínum. Myndbandið hefur vakið mikla lukku á miðlinum og greinilegt að margir hafi lært eitthvað nýtt eftir áhorfið.

„Heyrðu ég er með leynitrikk sem er kannski ekkert rosalega mikið leyni en það er ekkert víst að allir viti af þessu. Ef þú hefur áhuga á fasteignum, skoðar fasteignavefina oft og mikið þá hjálpar þetta rosalega mikið,“ segir Baldur í byrjun myndbandsins. 

Því næst fer hann inn á fasteignavef mbl.is og velur íbúð til að skoða. Því næst velur hann flipann „verðsaga“ og útskýrir að þar sé hægt að sjá á hvað eignin seldist og hvenær. Í dæmi Baldurs skoðar hann eign sem hefur fjórum sinnum verið seld – fyrst árið 2015 á 30 milljónir, svo árið 2018 á 41 milljón, síðan árið 2020 á 44,5 milljónir og nú síðast árið 2022 á 72,9 milljónir.

Fagnar meira gegnsæi í fasteignaviðskiptum

Baldur segist fagna því hve margt tengt fasteignaviðskiptum sé að verða gegnsætt. „Bara fyrir 2-3 árum var ekki til neitt til að miða við fyrir kaupendur nema gamalt meðalfermetraverð fyrir heil hverfi sem var ekkert að marka,“ segir hann. 

„Núna er hægt að fletta upp gömlum fasteignaauglýsingum, sjá hvað ákveðin eign seldist á og skoða myndir af sambærilegum eignum og á hvað þær seldust,“ bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar