Lofsamlegir dómar um nýjasta lag Bjarkar

Lagi Bjarkar og Rosalíu hefur verið streymt yfir tveimur milljón …
Lagi Bjarkar og Rosalíu hefur verið streymt yfir tveimur milljón sinnum á Youtube á síðastliðnum fimm dögum. Skjáskot/Instagram

Mik­il um­fjöll­un hef­ur verið í er­lend­um fjöl­miðlum um nýj­asta lag Bjark­ar „Oral“ en all­ur ágóði þess renn­ur til sjálfeign­ar­stofn­un­ar­inn­ar AEG­IS til að berj­ast gegn opnu sjókvía­eldi á Íslandi. Katalónska söng­kon­an Rosal­ía syng­ur ásamt Björk en þetta er fyrsta sam­starfs­verk­efni þeirra.

Gagn­rýn­end­ur hafa verið já­kvæðir gagn­vart lag­inu sem hef­ur farið líkt og eld­ur í sinu um net­heima, en það er með vin­sæl­ustu lög­um á Youtu­be um þess­ar mund­ir. „Oral“ var valið besta nýja lagið af Pitch­fork, en Matt­hew Isma­el Ruiz, gagn­rýn­andi vef­miðils­ins fór fögr­um orðum um það í gagn­rýni sinni og sagði lagið „ljóma af eld­móði æsk­unn­ar, text­ann geisla af sjálfsmeðvit­und en líka óbeislaðri bjart­sýni.“ Pitch­fork komst að þeirri niður­stöðu „að þegar á heild­ina er litið, bæði sögu lags­ins og málstaðinn er „Oral“ tíma­ferðalang­ur sem horf­ir vonglöðum aug­um á framtíðina.“

Tíma­ritið Variety seg­ir Bjark­ar smá­skíf­una vera „henn­ar aðgengi­leg­asta lag í lang­an tíma“ og Vogue tel­ur „Oral“ vera „ómiss­andi viðbót í kanónu beggja lista­kvenn­anna, sem og tal­ar fyr­ir mik­il­vægu mál­efni.“ Liam Hess, sem skrif­ar fyr­ir Vogue, seg­ir einnig að „með smá hjálp frá Rosal­íu—og grasrót­ar avant-popp pródúsern­um Sega Bo­dega—hef­ur lagið umbreyst í munaðarfull­an óð til lík­am­legr­ar snert­ing­ar yfir glæsi­legt lands­lag strengja, flautna og bíts inn­blásnu dancehall takti.“

Grein Vult­ure sem ber yf­ir­sögn­ina „Björk og Rosal­ía sam­ræma radd­ir sín­ar fyr­ir fiska“ end­ar á þess­um orðum: „Streymið lag­inu vegna þess að þetta popp­tón­listar­fólk er ekki ein­ung­is að stefna að því að enda sjókvía­eldi; sam­söng­ur þeirra mun kæta þig.“ Og The Daily Be­ast seg­ir „gríp­andi lag­lín­una ná full­kom­lega utan um mynd­lík­ing­una að vera með fiðrildi í mag­an­um þegar maður er skot­inn í ein­hverj­um.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Björk (@bjork)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son