Baltasar með stórt verkefni á teikniborðinu

Baltasar Kormákur við kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi.
Baltasar Kormákur við kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios munu hafa yfirumsjón með framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Vilhjálm sigursæla Englandskonung. Baltasar leikstýrir fyrsta þættinum í þáttaröðinni sem tekin verður upp hér á landi eftir áramót.

Þættirnir kallast King and Conqueror og í aðalhlutverkum verða tveir kunnir leikarar, James Norton sem lék í Happy Valley, og Nikolaj Coster-Waldau sem lék í Game of Thrones. Hinn danski Coster-Waldau þekkir vel til Baltasars eftir samstarf þeirra í Netflix-myndinni Against the Ice.

Báðir eru aðalleikararnir titlaðir framleiðendur ásamt Baltasar en aðalframleiðandi er Michael Robert Johnson, að því er fram kemur á vef Deadline.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar