Baltasar með stórt verkefni á teikniborðinu

Baltasar Kormákur við kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi.
Baltasar Kormákur við kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios munu hafa yfirumsjón með framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Vilhjálm sigursæla Englandskonung. Baltasar leikstýrir fyrsta þættinum í þáttaröðinni sem tekin verður upp hér á landi eftir áramót.

Þættirnir kallast King and Conqueror og í aðalhlutverkum verða tveir kunnir leikarar, James Norton sem lék í Happy Valley, og Nikolaj Coster-Waldau sem lék í Game of Thrones. Hinn danski Coster-Waldau þekkir vel til Baltasars eftir samstarf þeirra í Netflix-myndinni Against the Ice.

Báðir eru aðalleikararnir titlaðir framleiðendur ásamt Baltasar en aðalframleiðandi er Michael Robert Johnson, að því er fram kemur á vef Deadline.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir