Elísa orðin aðstoðarframkvæmdastjóri Miss Universe Iceland

Elísa Gróa Steinþórsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021.
Elísa Gróa Steinþórsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021. AFP

Flugfreyjan og fegurðardrottningin Elísa Gróa Steinþórsdóttir er orðin aðstoðarframkvæmdastjóri Miss Universe Iceland.

Elísa Gróa hefur tekið þátt í fjölda fegurðarsamkeppna í gegnum árin, bæði hérlendis og erlendis, en þar á meðal eru Ungfrú Ísland, Miss Eco International og Ungfrú alheimur. Þá hefur hún fjórum sinnum tekið þátt í Miss Universe Iceland, en árið 2021 sigraði hún keppnina. 

Tekur við nýju hlutverki

Nú hefur Elísa Gróa tekið við nýju hlutverki innan Miss Universe Iceland, en þetta tilkynnti Manúela Ósk Harðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, á Instagram-reikningi sínum í gær. 

„Fyrir 8 árum byrjuðum við Miss Universe Iceland ferðalagið okkar. Drifin áfram af ástríðu höfum við hlotið þau forréttindi að hafa unnið með yfir 150 mögnuðum ungum konum og krýnt 15 titilhafa sem fulltrúa Íslands með stolti.

Nú rennur upp nýtt tímabil þar sem við kveðjum einn af fyrrverandi framkvæmdastjórum okkar, Jorge Esteban, og bjóðum Elísu Gróu velkomna að til að taka að sér hlutverk aðstoðarframkvæmdastjóra samhliða framkvæmdastjóranum, Manúelu Ósk.

Með reynslu okkar og sérfræðiþekkingu Elísu á fegurðarsamkeppnum erum við spennt fyrir framtíðinni og hlökkum til að deila sýn okkar með ykkur öllum og halda áfram að styrkja og styðja konur á öllum aldri. Takk fyrir ástina og stuðninginn – og takk Jorge, þín verður saknað,“ var skrifað við mynd af Elísu Gróu og Manúelu Ósk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar