Eva Ruza lét fjarlægja brjóstapúðana

Eva Ruza er tveimur sílikonpúðum léttari.
Eva Ruza er tveimur sílikonpúðum léttari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eva Ruza, skemmtikraftur og útvarpsstjarna á K100, hefur látið fjarlægja brjóstapúðana sína. Eva setti þumlana upp og birti brosmildar fyrir og eftir myndir af sér á Instagram-reikningi sínum fyrir stuttu. 

„Vá, vá, vá, vá!!! Umbúðir farnar. Dren farin. Sílikonpúðar farnir. Back to basic bitches. Allt gekk ógeðslega vel. Mér líður vel, er HIMINLIFANDI með útkomuna þó að allt sé bólgið og marið og bataferlið hefur gengið vel,“ skrifaði Eva við færsluna.

Fyrir tæplega tveimur árum ræddi Eva við útvarpsmanninn Sigga Gunnars í síðdegisþættinum og sagði þá frá ástæðu sinni að fá sér sílikonbrjóst. 

„Einn daginn vakna ég bara og það var eins og köttur hefði komið og klórað bæði brjóstin. Þau voru bara slitin í drasl. Þau voru bara orðin einhver ferlíki framan á mér,“ sagði Eva. Hún sagði að brjóstin hafi orðið eins og „tómir tepokar niður á nafla“ eftir brjóstagjöf. Eva á tvíbura með eiginmanni sínum Sigurði Þór Þórssyni. 

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir