Eva Ruza lét fjarlægja brjóstapúðana

Eva Ruza er tveimur sílikonpúðum léttari.
Eva Ruza er tveimur sílikonpúðum léttari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eva Ruza, skemmtikraft­ur og út­varps­stjarna á K100, hef­ur látið fjar­lægja brjósta­púðana sína. Eva setti þuml­ana upp og birti bros­mild­ar fyr­ir og eft­ir mynd­ir af sér á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um fyr­ir stuttu. 

„Vá, vá, vá, vá!!! Umbúðir farn­ar. Dren far­in. Síli­kon­púðar farn­ir. Back to basic bitches. Allt gekk ógeðslega vel. Mér líður vel, er HIM­IN­LIF­ANDI með út­kom­una þó að allt sé bólgið og marið og bata­ferlið hef­ur gengið vel,“ skrifaði Eva við færsl­una.

Fyr­ir tæp­lega tveim­ur árum ræddi Eva við út­varps­mann­inn Sigga Gunn­ars í síðdeg­isþætt­in­um og sagði þá frá ástæðu sinni að fá sér síli­kon­brjóst. 

„Einn dag­inn vakna ég bara og það var eins og kött­ur hefði komið og klórað bæði brjóst­in. Þau voru bara slit­in í drasl. Þau voru bara orðin ein­hver ferlíki fram­an á mér,“ sagði Eva. Hún sagði að brjóst­in hafi orðið eins og „tóm­ir te­pok­ar niður á nafla“ eft­ir brjósta­gjöf. Eva á tví­bura með eig­in­manni sín­um Sig­urði Þór Þórs­syni. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evar­uza)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir