Grínistinn John Mulaney sagði í viðtali á mánudag að honum fyndist hann eiga margt sameiginlegt með leikaranum Matthew Perry. Sjálfur hefur Mulaney átt í erfiðleikum með fíkniefni og áfengi frá því að hann var unglingur.
Mulaney ræddi við blaðamann Variety og fjallaði meðal annars um endurminningar gamanleikarans heitins, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing, og þau djúpstæðu áhrif sem bókin hafði á hann. „Ég þekki söguna hans af eigin raun og hugsa mikið um hann,“ sagði Mulaney, sem þekkti Perry þó ekki persónulega.
Líkt og Perry þá hefur Mulaney fjallað opinskátt um baráttu sína við fíknina og þránna að verða edrú. Mulaney var aðeins 13 ára gamall þegar hann byrjaði að drekka og hóf síðar að nota kókaín og lyfseðilsskyld lyf. „Ég drakk fyrir athygli, þegar ég drakk þá var ég fyndinn. Ég var ekki góður í íþróttum en þetta gat ég gert og gert vel.“
Mulaney varð edrú 23 ára gamall og var edrú í 20 ár. Hann féll síðla árs 2020 og hélt í meðferð í desember. Mulaney skildi við eiginkonu sína Önnu Marie Tendler stuttu síðar. Í dag er hann edrú og í sambúð með leikkonunni Oliviu Munn. Parið á ungan son.