Sótti um skilnað eftir 26 ára hjónaband á hræðilegum tíma

Hjónin voru gift í 26 ár. McCormack lék í gamanþáttaröðinni …
Hjónin voru gift í 26 ár. McCormack lék í gamanþáttaröðinni Will & Grace við miklar vinsældir í mörg ár. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Eric McCormack, sem gerði garðinn frægan sem lögfræðingurinn Will Truman í gamanþættinum Will & Grace, er að skilja við eiginkonu sína Janet Holden. Hún sótti um skilnað í síðustu viku, degi fyrir þakkargjörðardaginn, og er ástæðan sögð vera óásættanlegur ágreiningur milli hjónanna.

McCormack og Holden hafa verið gift í 26 ár og eiga einn uppkominn son, Finnigan. Hjónin kynntust við gerð þáttaseríunnar Lonesome Dove árið 1994 og gengu í hjónaband tveimur árum seinna.

Leikarinn steig aftur inn í hlutverk Will Truman þegar þættirnir um Will & Grace voru endurgerðir fyrir örfáum árum, en þá voru gerðar þrjár þáttaraðir. Síðan því mikla ævintýri lauk hefur McCormack verið vinsæll sviðsleikari á Broadway.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir