Allra síðasti séns - en hvað mun Bubbi gera næst?

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Eyþór

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur malað gull á söngleik sínum, Níu líf, sem byggir á sögu hans, tónlist og ævintýrum. Uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu síðan verkið var frumsýnt en nú hefur Borgarleikhúsið, sem sýnir Níu líf, gefið það út að síðasta sýningin verði 12. janúar 2024. 

„Eftir fjögurra ára sigurgöngu stórsöngleiksins Níu líf eru nú síðustu sýningar komnar í sölu en Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024. Níu líf hefur gengið fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu í mars 2020 og hafa fjölmargir gestir komið aftur og aftur. Vinsældir sýningarinnar eiga sér ekkert fordæmi hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet. Níu líf hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar árið 2022 og var valin leiksýning ársins, Halldóra Geirharðsdóttir fékk tvær Grímur, sem leikkona ársins í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem Egó Bubbi,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. 

Bubbi hefur sungið á hverri einustu sýningu síðan verkið var frumsýnt en á dögunum var sýning númer 200 sýnd. Það verður því án efa tómlegt hjá Bubba þegar sýningum lýkur. Hvað ætli hann geri næst? 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir