Breyttu strætóskýli í jólastofu

Lilja Kristín Birgisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs og samskiptamála hjá Vodafone, hafði …
Lilja Kristín Birgisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs og samskiptamála hjá Vodafone, hafði það notalegt í strætóskýlinu. Ljósmynd/Aðsend

Vodafone hefur umbreytt strætóskýli á Kringlumýrarbraut í svokallaða jólastofu. Þak hefur verið smíðað á skýlið og það er meðal annars upphitað, teppalagt með sófa og sjónvarpi.

Þetta er í fyrsta sinn sem sjónvarp er tengt strætóskýli á Íslandi en þar verður hægt að horfa á sjónvarpsefni frá Vodafone Leigunni á meðan beðið er eftir strætó. Jólastofan stendur í tíu daga á Kringlumýrabraut.

„Jólin eru oft stútfull af stressi. Okkur langaði að minnka jólastressið, mæta þar sem hraðinn er hvað mestur og gleðja fólk á ferðinni. Skýlið er hluti af nýrri jólaherferð hjá okkur sem heitir Rauð jól, en fyrir okkur standa rauð jól ekki fyrir snjóleysi heldur tákna þau meiri skemmtun, betra samband og eitthvað óvænt. Strætó stofan okkar er einn liður í því að koma fólki á óvart um jólin en á meðan skýlið stendur verða ýmsar óvæntar uppákomur þar, í dag mættum við til dæmis með jólagjafir og heitt kakó fyrir þá sem biðu,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs og samskiptamála hjá Vodafone.

Hægt er að horfa á sjónvarp í strætóskýlinu.
Hægt er að horfa á sjónvarp í strætóskýlinu. Ljósmynd/Aðsend
Strætóskýlið er notalegt.
Strætóskýlið er notalegt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka