60 ára og eldri dönsuðu frá sér allt vit

Yfir 200 manns mættu á þennan skemmtilega viðburð.
Yfir 200 manns mættu á þennan skemmtilega viðburð. Ljósmynd/Danny Howe

Skemmtistaðurinn The Palace staðsettur í Bridgewater á Englandi hélt einstakt skemmtikvöld á dögunum og var staðurinn einungis opinn þeim sem eru 60 ára og eldri. Fjöldi „eldri“ djammara mætti á svæðið og dansaði frá sér allt vit, en mikil stemning ríkti og var fólk upp í nírætt á dansgólfinu. 

Breski fréttamiðillinn BBC birti stórskemmtilegt myndskeið frá kvöldinu, en þar sjást glaðir gestir rifja upp gömlu dansana og gömlu góðu dagana. 

„Þetta er svo mikið fjör og yndisleg hugmynd,“ sagði Gilly, 87 ára, sem klæddi sig upp í sparigallann í tilefni dagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar