Stjörnum prýdd heimsfrumsýning Wonka

Stjörnurnar Wonka mættu í sínu fínasta pússi.
Stjörnurnar Wonka mættu í sínu fínasta pússi. Samsett mynd

Stórmyndin Wonka, nýjasta kvikmyndin um hinn sérlundaða sælgætisframleiðanda Willy Wonka, var heimsfrumsýnd á þriðjudag. Frumsýningin var haldin í tónleikahúsinu Royal Festival Hall. Rauði dregillinn var stjörnum prýddur, en myndin skartar þeim Timotheé Chalamet, Hugh Grant og Oliviu Colman í aðalhlutverkum sem öll mættu í sínu fínasta pússi. 

Er þetta þriðja stórmyndin um Willy Wonka, en fyrsta kvikmyndin, Willy Wonka & the Chocolate Factory, var gerð árið 1971 og skartaði Gene Wilder í hlutverki sælgætisframleiðandans. Árið 2005 var það Johnny Depp sem leiddi áhorfendur inn í töfraheim súkkulaðiverksmiðjunnar í Charlie and the Chocolate Factory. Í ár er það hinn ungi Chalamet sem stígur inn í hlutverk Wonka.

Stórleikarinn Hugh Grant mætti ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elisabet Eberstein.
Stórleikarinn Hugh Grant mætti ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elisabet Eberstein. AFP
Óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Colman ásamt Tracy Ifeachor.
Óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Colman ásamt Tracy Ifeachor. AFP
Óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Colman.
Óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Colman. AFP
Maður stundarinnar Timothée Chalamet.
Maður stundarinnar Timothée Chalamet. AFP
Uppáhald allra Rowan Atkinson lét sig ekki vanta.
Uppáhald allra Rowan Atkinson lét sig ekki vanta. AFP
Leikarinn Colin O'Brien.
Leikarinn Colin O'Brien. AFP
Handritshöfundurinn Simon Farnaby.
Handritshöfundurinn Simon Farnaby. AFP
Eiginkona Idrid Elba, Sabrina Dhowre Elba, var stórglæsileg á rauða …
Eiginkona Idrid Elba, Sabrina Dhowre Elba, var stórglæsileg á rauða dreglinum. AFP
Leikarinn Kobna Holdbrook-Smith brosti sínu blíðasta á rauða dreglinum.
Leikarinn Kobna Holdbrook-Smith brosti sínu blíðasta á rauða dreglinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar