Of mikið myrkur á Norðurlöndum

Tarja Turunen er birtumegin í lífinu.
Tarja Turunen er birtumegin í lífinu. Wikimedia/Markus Felix

Finnska söngkonan Tarja Turunen segir mjög erfitt að búa í heimalandi hennar og raunar á Norðurlöndunum öllum vegna myrkurs. Þessi ummæli lét Turunen falla í vefvarpi Johnnys Christs, bassaleikara Avenged Sevenfold, Drinks With Johnny.

„Umhverfið er okkur allt og almennt mikill innblástur fyrir tónlistarmenn til að semja tónlist en það er virkilega erfitt að búa þarna. Sjálf þarf ég á birtu að halda til að komast fram úr á morgnana, ekkert endilega sól og hita, bara birtu. Á veturna er svartamyrkur. Maður hefur daginn í niðamyrkri, eins og um hánótt, og lýkur honum í niðamyrkri. Það tekur á endanum sinn toll,“ sagði Turunen sem nú býr á Spáni.

Einnig kom fram í spjalli þeirra Krists að Turunen væri alltaf þreyttari og þyrfti að hafa meira fyrir hlutunum yfir háveturinn en að sumri.

Áhugaverð ummæli í ljósi (eða myrkri) þess að Turunen er frægust fyrir störf sín með sinfóníska málmbandinu Nightwish. Þá sendi hún á dögunum frá sér jólaplötuna Dark Christmas.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar