Einn kynþokkafyllsti maður í heimi keyrði á kyrrstæðan bíl

Michael B. Jordan á sýningu myndarinnar Farenheit 451 á kvikmyndahátíðinni …
Michael B. Jordan á sýningu myndarinnar Farenheit 451 á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. AFP

Leikarinn Michael B. Jordan keyrði á kyrrstæða bifreið í Hollywood á laugardagskvöld. Jordan ók Ferrari-bifreið sinni utan í vinstri afturhlið Kia-bifreiðar sem var kyrrstæð og mannlaus í bílastæði við Sunset Boulevard, sem er fjölfarin gata í Los Angeles. 

Talsmaður lögreglunnar í Los Angeles sagði við blaðamann Page Six að atvikið hafi átt sér stað rétt fyrir miðnætti og að ekkert bendi til þess að Jordan hafi verið undir áhrifum áfengis, en áfengispróf var ekki framkvæmt á vettvangi og enginn var handtekinn vegna slyssins.

Jordan og félagi hans sluppu ómeiddir, en talsmaður leikarans hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar