Fékk leiðinlega kveðju í Brasilíu

Florence Pugh
Florence Pugh AFP

Leikkonan Florence Pugh lenti í miður skemmtilegri upplifun á viðburði í São Paulo í Brasilíu á sunnudag. Pugh var viðstödd kynningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two ásamt meðleikurum sínum þegar hún fékk aðskotahlut í andlitið sem var kastað úr áhorfendasal. Viðburðurinn var hluti af Comic Con þar í landi. 

Pugh, 27 ára, var við það að yfirgefa sviðið ásamt Timothée Chalamet, Zendayu, Austin Butler og leikstjóra kvikmyndarinnar, Denis Villeneuve, þegar aðskotahluturinn flaug framan í hana. Myndskeið af atvikinu hefur þegar farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum, en í því má þegar hvernig leikkonunni bregður. 

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrir Hollywood-stjörnu, en söngkonan Bebe Rexha fékk síma í andlitið á tónleikum sínum fyrr í sumar og í síðustu viku grýtti tónleikagestur flösku í átt að R&B söngkonunni Ari Lennox á tónleikum hennar í Inglewood. Söngkonan Pink lenti einnig í því að tónleikagestur henti poka upp á svið sem inni­hélt ösku lát­inn­ar móður sinn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar