Leikkonan Florence Pugh lenti í miður skemmtilegri upplifun á viðburði í São Paulo í Brasilíu á sunnudag. Pugh var viðstödd kynningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two ásamt meðleikurum sínum þegar hún fékk aðskotahlut í andlitið sem var kastað úr áhorfendasal. Viðburðurinn var hluti af Comic Con þar í landi.
Pugh, 27 ára, var við það að yfirgefa sviðið ásamt Timothée Chalamet, Zendayu, Austin Butler og leikstjóra kvikmyndarinnar, Denis Villeneuve, þegar aðskotahluturinn flaug framan í hana. Myndskeið af atvikinu hefur þegar farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum, en í því má þegar hvernig leikkonunni bregður.
Someone threw something at Florence Pugh and hit her in the face at #CCXP23 pic.twitter.com/aWB7J0gOyV
— Timmytea (@timmostea) December 3, 2023
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrir Hollywood-stjörnu, en söngkonan Bebe Rexha fékk síma í andlitið á tónleikum sínum fyrr í sumar og í síðustu viku grýtti tónleikagestur flösku í átt að R&B söngkonunni Ari Lennox á tónleikum hennar í Inglewood. Söngkonan Pink lenti einnig í því að tónleikagestur henti poka upp á svið sem innihélt ösku látinnar móður sinnar.