Oprah Winfrey sökuð um Ozempic-notkun

Oprah Winfrey var stórglæsileg á dreglinum.
Oprah Winfrey var stórglæsileg á dreglinum. AFP

Sjónvarps- og athafnakonan Oprah Winfrey hefur sjaldan litið unglegri út en á nýrri sjálfu sem hún birti á dögunum. Winfrey, sem er 69 ára gömul, er íklædd Dolce & Gabbana pallíettu síðkjól og geislar af æskuljóma á leið sinni á Academy Museum Gala í Los Angeles. 

Winfrey, sem hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd í gegnum árin, er í ótrúlegu formi í dag enda mikil áhugamanneskja um heilbrigt líferni. Spjallþáttadrottningin hefur opinberlega gagnrýnt notkun á Ozempic, hinu umtalaða „töfralyfi“ í Hollywood, og segir það „auðveldu leiðina út.“

Mynd Winfrey vakti því mikla athygli og spunnust í kjölfar hennar upp miklar umræður í netheimum, en fjölmargir fylgjendur sjónvarpskonunnar segja hana hafa leitað í lyfið fyrir skjótan þyngdarmissi. Winfrey lokaði skjótt á athugasemdir við myndina.  

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

Winfrey stillti sér upp með fjölmörgum meðlimum Hollywood-elítunnar á viðburðinum og þar á meðal Óskarsverðlaunaleikkonunni Meryl Streep. 

Oprah Winfrey ásamt Meryl Streep.
Oprah Winfrey ásamt Meryl Streep. AFP
Oprah Winfrey ásamt Danielle Brooks.
Oprah Winfrey ásamt Danielle Brooks. AFP
Oprah Winfrey ásamt fréttakonunni Gayle King.
Oprah Winfrey ásamt fréttakonunni Gayle King. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir