Cher hvetur konur til að yngja upp

Cher og Alexander Edwards eru ástfangin.
Cher og Alexander Edwards eru ástfangin. AFP

Söngkonan Cher hefur lengi haldið því fram að konur þurfi ekki á karlmönnum að halda enda geti þær vel séð um sig sjálfar. Í nýlegu viðtali hvatti söngkonan þó konur til þess að prófa að vera með yngri manni og sagði að allar konur þyrftu að upplifa það að minnsta kosti einu sinni á ævinni. „Vertu með yngri manni,“ sagði Cher við Ameliu Dimoldenberg, þáttastjórnanda Chicken Soup Date.

Hin ávallt unga Cher, 77 ára, á í ástarsambandi við hinn 37 ára gamla Alexander Edwards og segir hún sambandið hafa breytt lífi sínu. Parið kynntist á viðburði tískuvikunnar í París í fyrrahaust og heillaðist hvort af öðru um leið. Cher og Edwards hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan.

Söngkonan, sem á nokkra af þekktustu smellum síðustu 60 ára, sagði það aldrei hafa verið ætlun hennar að falla fyrir einhverjum 40 árum yngri en hún, en að þannig virki ástin.

Cher og Edwards skildu um stund í maí á þessu ári en tóku saman fljótt aftur. Söngkonan viðurkenndi að vera mjög skotin. „Ég hata að tala um það hversu hamingjusöm ég er, en...við skemmtum okkur konunglega saman,“ sagði hún í viðtali við Extra í október. „Við getum talað um tónlist. Við getum talað um allt. Hann er með einstakan húmor og við skiljum hvort annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar