Kvikmynd um Trump í bígerð

Tökur á kvikmyndinni eru þegar hafnar.
Tökur á kvikmyndinni eru þegar hafnar. Samsett mynd

Leikarinn Sebastian Stan hefur tekið að sér hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í nýrri kvikmynd um líf og störf hins þekkta auðkýfings. Page Six birti ljósmyndir af Stan í gervi sínu sem Trump á dögunum. Fékk hann sér samloku og naut hennar á garðbekk í Toronto þar sem tökur standa yfir. 

Í síðustu viku var greint frá því að Stan færi með hlutverk Trump í kvikmyndinni, en leikarinn er best þekktur fyrir að túlka alvöru fólk og atburði. Hann vakti meðal annars mikla athygli fyrir túlkun sína sem rokkarinn Tommy Lee í þáttaröðinni Pam & Tommy sem kom út á síðasta ári. 

Kvikmyndin, The Apprentice, mun skoða uppbyggingu viðskiptaveldis Trumps á áttunda og níunda áratugnum. Ásamt Stan verða þau Jeremy Strong og Maria Bakalova í aðalhlutverkum. Strong fer með hlutverk lögfræðingsins Roy Cohn og Bakalova verður í hlutverki Ivönu Trump, fyrstu eiginkonu Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup