Kvikmynd Hlyns tilnefnd til eftirsóttra verðlauna

Kvikmyndin Volaða land hefur verið hlaðin lofi að undanförnu.
Kvikmyndin Volaða land hefur verið hlaðin lofi að undanförnu.

Kvik­mynd­in Volaða land eft­ir Hlyn Pálma­son hlaut í gær til­nefn­ingu til Film In­depend­ent Spi­rit-verðlaun­anna í Banda­ríkj­un­um í flokki er­lendra mynda árs­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­leiðand­an­um Ant­oni Mána Svans­syni hjá JMP er um eft­ir­sótt verðlaun að ræða en þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk kvik­mynd er til­nefnd til þeirra.

Fimm mynd­ir eru til­nefnd­ar í flokki er­lendra mynda árs­ins og meðal þeirra eru nýj­ustu Cann­es verðlauna­mynd­irn­ar Anatomy of a Fall eft­ir Just­ine Triet, sem hlaut Gullpálm­ann í vor, og The Zone of In­t­erest eft­ir Jon­ath­an Glazer, sem hlaut Grand Prix verðlaun hátíðar­inn­ar. Lista yfir all­ar til­nefn­ing­ar má sjá hér.

Film In­depend­ent Spi­rit-verðlaun­in verða veitt við hátíðlega at­höfn í Los Ang­eles þann 25. fe­brú­ar næst­kom­andi, rétt á und­an Óskar­sverðlauna­hátíðinni sem hald­in verður þann 10.mars. Á síðustu árum hef­ur það reglu­lega gerst að marg­ar sömu mynd­irn­ar hafa verið til­nefnd­ar á báðum hátíðum. Í fyrra vann t.d. Everything Everywh­ere All at Once aðal­verðlaun­in á báðum hátíðum.

Eins og fram hef­ur komið er Volaða land fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaun­anna 2024 og hef­ur að und­an­förnu dúkkað upp á mörg­un list­um ým­issa virtra fjöl­miðla yfir bestu kvik­mynd­ir árs­ins. Þar af má nefna Indiewire, The New York Times, og The Hollywood Report­er, seg­ir í til­kynn­ingu frá fram­leiðanda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant