Kvikmynd Hlyns tilnefnd til eftirsóttra verðlauna

Kvikmyndin Volaða land hefur verið hlaðin lofi að undanförnu.
Kvikmyndin Volaða land hefur verið hlaðin lofi að undanförnu.

Kvikmyndin Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut í gær tilnefningu til Film Independent Spirit-verðlaunanna í Bandaríkjunum í flokki erlendra mynda ársins. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni hjá JMP er um eftirsótt verðlaun að ræða en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til þeirra.

Fimm myndir eru tilnefndar í flokki erlendra mynda ársins og meðal þeirra eru nýjustu Cannes verðlaunamyndirnar Anatomy of a Fall eftir Justine Triet, sem hlaut Gullpálmann í vor, og The Zone of Interest eftir Jonathan Glazer, sem hlaut Grand Prix verðlaun hátíðarinnar. Lista yfir allar tilnefningar má sjá hér.

Film Independent Spirit-verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles þann 25. febrúar næstkomandi, rétt á undan Óskarsverðlaunahátíðinni sem haldin verður þann 10.mars. Á síðustu árum hefur það reglulega gerst að margar sömu myndirnar hafa verið tilnefndar á báðum hátíðum. Í fyrra vann t.d. Everything Everywhere All at Once aðalverðlaunin á báðum hátíðum.

Eins og fram hefur komið er Volaða land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024 og hefur að undanförnu dúkkað upp á mörgun listum ýmissa virtra fjölmiðla yfir bestu kvikmyndir ársins. Þar af má nefna Indiewire, The New York Times, og The Hollywood Reporter, segir í tilkynningu frá framleiðanda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir