Makaskipti eftir framhjáhaldsskandal

Holmes og Robach gengu sinn fyrsta rauða dregil saman sem …
Holmes og Robach gengu sinn fyrsta rauða dregil saman sem par á dögunum. Samsett mynd

Fyrrverandi þáttastjórnendur bandaríska morgunþáttarins Good Morning America, Amy Robach og TJ Holmes, vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar upp komst um framhjáhald þeirra, en bæði voru þau gift öðru fólki. Robach og Holmes var sagt upp af sjónvarpsstöðinni ABC í kjölfarið. Ástin hefur þó haldið áfram að blómstra hjá parinu og eru þau enn þá saman í dag. 

Fyrrverandi makar parsins hafa einnig fundið ástina á ný og það hjá hvort öðru, en leikarinn Andrew Shue sem var kvæntur Robach og Marilee Fiebig sem var gift Holmes eiga nú í sambandi. Eru þau sögð hafa fundið sameiginleg tengsl í gegnum upplifun sína af framhjáhaldi makanna. 

Robach og Holmes urðu að fjölmiðlaefni í nóvember 2022 þegar DailyMail birti myndir af þáverandi samstarfsfélögunum, en myndirnar sýndu þau á börum og veitingastöðum víðsvegar í New York-borg og einnig í sumarhúsi í norðurhluta ríkisins. Ástarsamband parsins hófst í mars á síðasta ári þegar parið var að æfa fyrir hálfmaraþon.  

Robach og Shue voru gift í 13 ár og eiga þrjú börn, þau gengu frá lögskilnaði sínum í mars á þessu ári. Robach á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Holmes og Fiebig voru gift í 13 ár og eiga eina unga dóttur. Parið gekk frá skilnaðinum í október. Holmes á tvö börn úr fyrri samböndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir