Taylor Swift manneskja ársins hjá Time

Taylor Swift er manneskja ársins 2023 hjá tímaritinu Time.
Taylor Swift er manneskja ársins 2023 hjá tímaritinu Time. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift er manneskja ársins 2023 hjá bandaríska tímaritinu Time.

Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, eða í 96 ár, og er Swift fyrsti einstaklingurinn úr skemmtanabransanum sem hlýtur titilinn. 

Swift var valin úr hópi af níu sem kepptust um titilinn, en meðal þeirra voru Karl III. Bretakonungur, Xi Jinping forseti Kína, leikarar og rithöfundar í Hollywood sem fóru í verkfall, Sam Altman forstjóri OpenAI, Jerome Powell seðlabankastjóri, Vladimir Pútín forseti Rússlands, saksóknarar sem hafa lagt fram ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og hin vinsæla Barbí-dúkka sem tók yfir sumarið.

Sam Jacobs, ritstjóri Time, segir Swift búa yfir einstökum hæfileikum til að hreyfa við fólki og að í ár hafi valið á manneskju ársins átt að endurspegla gleði.

AFP

Á magnað ár að baki

Í viðtali við Time fór Swift yfir árið 2023, en það er óhætt að segja að hún eigi frábært ár að baki. Hún var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify, varð formlega milljarðamæringur, hóf gríðarlega farsælt tónleikaferðalag sitt Eras Tour og fann ástina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup