Á toppnum 65 árum eftir útgáfu

Brenda Lee hefur engu gleymt!
Brenda Lee hefur engu gleymt! Samsett mynd

Hið gríðarlega vinsæla jólalag „Rockin' Around the Christmas Tree“ með söngkonunni Brendu Lee situr í toppsæti Billboard-listans í fyrsta sinn, 65 árum eftir útgáfu þess. Lee, sem er 78 ára gömul, er sú elsta til að toppa listann og er að slá met. Fyrra metið átti Louis Armstrong, en hann var 64 ára, þegar lagið „Hello Dolly“ toppaði listann árið 1964. 

Lee var einungis 13 ára gömul þegar hún tók upp jólasmellinn sem flestir ef ekki allir kannast við, en lagið er spilað í kvikmyndum á borð við Home Alone og Jingle All the Way.

Aðeins nýverið gafst söngkonunni tækifæri til þess að taka upp fyrsta tónlistarmyndbandið við lagið „Rockin' Around the Christmas Tree“ og fékk kántrístjörnurnar Tanyu Tucker og Triciu Yearwood í lið með sér. Á örfáum vikum hefur myndbandið hlotið tæplega fjórar milljónir áhorfa og því greinilegt að margir vildu sjá Lee dansa í kringum jólatréð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson