Leikarinn Ryan O’Neal er látinn, 82 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2021 og hafði auk þess barist við hvítblæði í rúma tvo áratugi.
O’Neal var kunnastur fyrir hlutverk sitt í Love Story, sem hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir, en lék auk þess í Paper Moon, Barry Lyndon og fleiri myndum. Sonur hans greindi frá andlátinu og sagði að faðir sinn hefði kvatt umvafinn ástvinum sínum.