Joe Lando er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Dr. Quinn, Medicine Woman, þar sem hann lék Byron Sully en þar lék hann á móti bresku leikkonunni Jane Seymour. Þættirnir voru gríðarlega vinsælir á tíunda áratugnum og sýndir á Stöð 2.
Persónur þeirra áttu að vera mjög skotin í hvort öðru og mikil spenna ríkti hvort þau myndu enda saman.
Í dag er Lando 61 árs, giftur, fjögurra barna faðir. Hann er enn að leika í kvikmyndum og stutt er síðan að hann og Seymour endurnýjuðu kynni sín og léku aftur saman í jólamyndinni A Christmas Spark sem framleidd var af Lifetime stöðinni.
Seymour er einnig enn að störfum en hún er 72 ára og komin með kærasta.