Pósturinn leitar að „svakalegustu“ jólapeysu landsins

Pósturinn hefur blásið til jólapeysukeppni í leit að „svakalegustu“ jólapeysu …
Pósturinn hefur blásið til jólapeysukeppni í leit að „svakalegustu“ jólapeysu landsins. Ljósmynd/Aðsend

Pósturinn hefur blásið til jólapeysukeppni í leit að „svakalegustu“ jólapeysu landsins.

Í tilkynningu kemur fram að landsmenn geta tekið þátt með því að senda Póstinum mynd af sér í sinni jólapeysu á jolapeysa@posturinn.is fyrir 15. desember sem er alþjóðlegi ljótujólapeysudagurinn. 

„Við hjá Póstinum elskum jólin. Í þjónustuverinu okkar vinnur náttúrlega hann Njáll spjallköttur sem er barnabarnabarnabarnaköttur jólakattarins fræga. Þegar við vorum í tökum á jólaauglýsingu Póstsins um daginn gengum við svo langt í gleðinni að við bjuggum til jólapeysu á Njál. Hann var reyndar ekki jafn hrifinn af henni og við í markaðsdeildinni en þá kviknaði hugmyndin um jólapeysukeppni. Það fer enginn í jólaköttinn sem á góða jólapeysu!“ er haft eftir Vilborgu Ástu Árnadóttur, forstöðumanni markaðsdeildar Póstsins.

„Það skemmtilega við jólapeysurnar er að fólk gefur ímyndunaraflinu algjörlega lausan tauminn og sköpunargleðin og húmorinn eru við völd. Stundum hleypur fólki kapp í kinn og það fer að metast um hver sé í frumlegustu eða jafnvel ósmekklegustu peysunni. Nú verður hægt að fá úr því skorið því við hjá Póstinum ætlum að setjast í dómarasæti og velja svakalegustu peysuna.“ 

Sigurvegari jólapeysukeppninnar fær afhenta gjafakörfu í póstbox í nágrenninu.  Tilkynnt verður um sigurvegara jólapeysukeppninnar 18. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar