FÁSES tekur ekki afstöðu um sniðgöngu Eurovision

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) er opinber aðdáendaklúbbur …
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) er opinber aðdáendaklúbbur um Eurovision-söngvakeppnina. Samsett mynd

Eurovision-aðdáendaklúbburinn FÁSES tekur ekki afstöðu um ákvörðun Ríkisútvarpsins að hætta ekki við þátttöku Íslands í Eurovision árið 2024 verði Ísrael ekki vísað úr keppni, þar sem félagið á að vera ópólitískt. Félaginu þótti aftur á móti eðlilegt að Rúss­um yrði vikið úr keppninni í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. 

Fleiri en 4.000 manns hafa skrifað und­ir und­ir­skriftal­ista sem skor­ar á Rík­is­út­varpið að neita þátt­töku Íslands verið Ísra­el ekki vísað úr keppn­i vegna stríðsins á Gasaströndinni. Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Rúv að þátttaka Íslands í keppninni hefði ekk­ert hafa með póli­tíska af­stöðu að gera.

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) er opinber aðdáendaklúbbur um Eurovision-söngvakeppnina og tilheyrir alþjóðlegu aðdáendasamtökunum OGAE.

„Ópólitísk samtök aðdáenda“

„Stjórn FÁSES fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Stjórnin vill koma því áleiðis að félagið er ópólitísk samtök Eurovision aðdáenda. Samkvæmt samþykktum FÁSES er félagið vettvangur áhugafólks um Eurovision til að deila áhuga sínum á keppninni í blíðu og stríðu,“ segir í ályktun stjórnar FÁSES frá 7. desember, sem félagið deildi með mbl.is en formaður félagsins gaf ekki kost á sér í viðtal.

„Stjórn FÁSES tekur ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024. Kjósi Rúv að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins,“ segir að lokum.

FÁSES vildi Rússa úr leik

Þess má geta að Rússlandi var vísað úr keppn­inni í kjöl­far inn­rás­ar þeirra í Úkraínu. Til stóð að leyfa Rúss­um að taka þátt að óbreyttu árið 2022. Var þeim þó að lok­um hent úr keppn­inni eft­ir að Finn­ar hótuðu að draga þátt­töku sína til baka vegna ákvörðun­ar­inn­ar.

Árið 2022 ræddi Hild­ur Tryggva­dótt­ir Flóvenz, þáverandi formaður FÁSES, við mbl.is og sagði að félaginu þætti það eðlilegt að Rússum yrði vísað frá keppninni í kjölfar innrásarinnar.

„Við tök­um alltaf skýra af­stöðu gegn of­beldi og mann­rétt­inda­brot­um,“ sagði Hildur við mbl.is árið 2022. „Okk­ur þætti al­veg eðli­legt að Rúss­um yrði vikið úr keppni.“

Lengi deilt um þátttöku Ísraelsmanna

Deilur Ísraela og Palestínumanna koma gjarnan til umræðu í kring um Eurovision og hefur þátttaka Ísraelsmanna í keppninni verið margumdeild í gegn um árin.

Seint mun það gleymast þegar liðsmenn Hatara, framlags Íslendinga til Eurovision árið 2019 í Tel Avív í Ísrael, veifuðu palestínska fán­an­um þegar þeir fengu stig. Rík­is­út­varpið þurfti að greiða sekt vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover