Fyrrverandi Íslandsmeistari í uppistandi sýnir meistaratakta á körfuboltavellinum

Uppistandarinn Greipur Hjaltason.
Uppistandarinn Greipur Hjaltason. Ljósmynd/Lisa Nowinski

Greipur Hjaltason, uppistandari og TikTok-stjarna, birti á dögunum myndskeið þar sem hann sést leika listir sínar með körfubolta á velli á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og sést í myndskeiðinu þá hefur Greip tekist að hitta bolta í körfuna úr mikilli fjarlægð á meistaralegan hátt, bæði með því að kasta og sparka körfuboltanum.

Greipur, sem vann Íslandsmeistaratitilinn í uppistandi árið 2020, hefur hlotið mikla athygli fyrir myndskeiðið en tæplega 27.000 manns hafa þegar líkað við færsluna. Margir í athugasemdarkerfinu eru undrandi yfir því hvernig hann fer að þessu enda ótrúleg skot.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar