Kleini sneri aftur á samfélagsmiðla: „Ertu að gefa mér Porsche?“

Kristján Einar Sigurbjörnsson kom unnustu sinni verulega á óvart.
Kristján Einar Sigurbjörnsson kom unnustu sinni verulega á óvart. Samsett mynd

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sneri aftur á samfélagsmiðla með stæl í dag eftir að hafa tekið sér tæplega fimm mánaða pásu frá öllum miðlum. Kleini tjaldaði öllu til og birti myndband af snemmbúinni jólagjöf af dýrari gerðinni til unnustu sinnar Hafdísar Bjargar Kristjánsdóttur.

Hafdís og Kleini hafa verið áberandi í fjölmiðlum frá því neisti kviknaði á milli þeirra fyrr á árinu, en í dag eru þau trúlofuð. Í júlí síðastliðnum greindi Kleini frá því að hann hygðist taka sér samfélagsmiðlapásu næstu sex til tólf mánuðina til þess að einbeita sér að markmiðum sínum og fjölskyldu, en nokkrum mánuðum síðar ákvað Hafdís að gera slíkt hið sama og því hefur lítið sést til þeirra að undanförnu. 

„Ég er að gefa þér fokking Porsche“

Nú virðist Kleini vera snúinn aftur á samfélagsmiðla, en hann birti í dag fyrstu færsluna frá því í júlí. Í myndbandinu sem hann birti á TikTok deildi hann augnablikinu þegar Hafdís fékk snemmbúna jólagjöf frá honum. Kleini rétti henni lykla af glæsikerru frá Porsche, sem virðist vera af gerðinni Porsche Cayenne, sem var skreytt með slaufum og blöðrum. 

„Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís hissa þegar hún sér bílinn og Kleini svarar: „Ég er að gefa þér fokking Porsche.“ Hún virtist yfir sig ánægð með gjöfina og þakkaði Kleina fyrir áður en hún settist upp í Porscheinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan