Neistinn slokknaður eftir sex ára hjónaband

Rappararnir Cardi B og Offset hafa ákveðið að skilja.
Rappararnir Cardi B og Offset hafa ákveðið að skilja. Skjáskot/Instagram

Rappararnir Cardi B og Offset hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir sex ára hjónaband. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dóttur og tveggja ára son. 

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þau slitu samvistum, en í vikunni sagðist Cardi hafa verið einhleyp í nokkurn tíma en hafi ekki verið viss um hvernig hún ætti að segja aðdáendum frá því. Hún opnaði sig svo loksins um sambandsslitin á Instagram.

Cardi og Offset byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2016 og gengu í það heilaga ári síðar í leynilegu brúðkaupi. Sumarið 2018 tóku þau á móti sínu fyrsta barni saman, dótturinni Kulture. 

Ekki alltaf dans á rósum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leiðir rapparanna skilja, en samband þeirra hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í árslok 2018 sögðust þau hafa ákveðið að hætta saman þar sem þau hafi vaxið í sundur. Tveimur mánuðum síðar fóru þau hins vegar saman á Grammy-verðlaunahátíðina og staðfestu að þau væru aftur byrjuð saman. 

Árið 2020 sótti Cardi um skilnað við Offset og fór fram á fullt forræði yfir dóttur þeirra, en þá voru sögusagnir um meint framhjáhald Offset á kreiki. Aðeins nokkrum vikum síðar héldu þau svo upp á afmæli Cardi saman og í desember sama ár keypti hún rándýran Lamborghini sportbíl fyrir Offset í afmælisgjöf og sagðist hafa ákveðið að hætta við skilnaðinn. Þau tóku svo á móti sínu öðru barni, syninum Wave, í september 2021. 

Í júlí síðastliðnum komu svo upp enn einar deilurnar í sambandi þeirra, en þá sakaði Offset eiginkonu sína um framhjáhald. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar